svakalega fín helgi!
Helgin var nú frekar skemtileg verð ég bara að segja. Fékk einkunnina úr öðru prófi í Almennri sálfræði og haldiði ekki bara að stelpan hafi fengið 6!!!! svaka gaman það, nú er bara að fá 8 í næsta prófi... ;) Ég var að vinna á föstudaginn en kíkti svo á hann Jón Tryggva minn á Prikinu. Það að tala við Jón Tryggva um ást í svona klukkustund er bara svakalega hressandi og fær mig til að hefja á ný trú og von um að það séu í alvöru jafn ástsjúkir strákar þarna úti eins og ég...gott samtal með Jón Tryggva...allir ættu að eiga svona vin, allavega allar stelpur sem eru að missa trúnna á að eitthvað gott leynist hjá hinu kyninu......nóg um það! Fór svo bara heim og burstaði í mér tennurnar ;)
já hvernig standa tannburstaumræðurnar? fólk eitthvað slappt þar....
Letin náði hámarki á laugardaginn þar sem ég var að kúra þangað til að Arna dró mig með sér að sýna peysurnar sýnar á Samslett, svona sýningu sem fólkið hennar í Faxaskála setti saman. Við sætu stelpurnar vorum allar svangar og átum saltstengur og ég grínaðist með að svona væri nú bara líf módels....ohhhh svo erfitt að vera svona falleg og módel ofanálagt....
sushi.
Elsa vinkona kom og sótti mig og við fórum á barnaball í einu af íþróttahúsunum í Grafarvogi að horfa á mannin hennar og Davíð vin hans vera að mastera funk djazz pælinguna, mjög gaman, sérstaklega við hliðina á 10 0g 12 ára stelpum sem voru að missa sig í Macarena dans... ahhh good times....
Stefnan var tekin á rólegheit, kúr, kertaljós og video. Ég og Elsan mín fórum heim að kúra og horfðum á snilldarmyndina 11:14 sem ég mæli eindregið með!!! (ég er að undibúa mig undir hlutverk deits með því að leigja svona mikið video með stelpunum, eins og þeir vita sem mig þekkja er ég ekki góð í video pakkanum...)
Af einhverri undarlegri skyldurækni við miðbæinn og skemmtistaðana sem hann hefur upp á að bjóða kíktum við út. Sama hringur og venjulega nema með viðkomu á 22 þar sem Krummi Mínus var að spila, svaka skemtileg tónlist en ekki nógu spes stemming, en Krummi er rokk þannig að það var fínt.
11,Prikið,Kaffibarinn.....Það er reyndar langt síðan ég hef skemmt mér svona vel á djamminu. Við enduðum stelpurnar í massívu sing-a-long á Prikunu til rúmlega sex....og já gott fólk, edrú að vanda, bara svona ef einvherjar hugleiðingar væru uppi um það. Allavega, gott djamm með stelpunum mínum, Örnu og Öllu Björg.
Ég reyndar kýldi strák sem kleip í kinnina á mér, það er bara aldrei málið að ókunnugur strákur sem er ekki sætur klípi í kinnina á mér eða neinum for that matter, en já kýldi hann og ég held að í kjölfarið hafi fylgt 4 ástarjátningar frá strákum í kring...apparently u dont fuck with me... :)
Það reyndar endaði nú einn Englendingur heima á Laugavegi 20b....en var ekki þar þegar 2 stelpur vöknuðu...hmmm....ég held hann hafi heitað Gary....svona svaka sætur auglýsingagaur einhver....keep u posted on that one....
Haldiði að einn strákur með ástarjátningar hafi ekki bent mér á það að ég mætti ekki láta tengls við fyrrverendur hindra mig í að hitta vini hans....já...af því að það er það sem hefur verið að stoppa mig...fyrrverendur....einmitt... en hann er sætur en alls ekki málið, langt í frá. en flattering none the less.
Fínasta helgi með rebbanum og bling bling hringum mínum, ég held barasta að alter egoið Audry sé að svínvirka.....vantar bara Tiffanys, þá væri ég góð, reyndar tók ég svoleiðis dag með Önnu Kristínu um daginn en það er bara ekki New York....Laugarvegurinn er bara ekki 5th street eða diamond district....ahhhh, my new york, someday.....vonandi í náinni framtíð.
Sunnudagurinn var hrein fjölskyldusnilld frá a-ö. Tók rútuna til Keflavík í delux kaffi til ömmu þar sem öll fjölskyldan var samakomin. 7 vöfflum og mörgum súkkulaðikökum seinna fór ég í beisball með Evu systir og Mareli og svo í körfu. Ég var sémsagt mjög fjölskyldusinnuð í gær.
Haldiði að mamma og Særún hafi ekki bara tekið mig með mér sér á miðilsfund eftir mjög fína máltíð á SOHO.
Ég skal sko segja ykkur, frk. Sigga fékk "heimsókn"! með frekar merkilegum skilaboðum..... sem hver og einn fær bara að heyra en ég mun ekki greina frá hér....en frekar kúl samt, var meðal annars kölluð hjónbandsráðgjafi, andarnir ljúga nú ekki, komin með staðfestingu að handan um góðu ráðin mín, fólk nú fer ég að rukka.....í bjór kaffi og matarboðum....
Eftir miðilsfundinn fórum við á Ladder49 í bíó, frekar amerísk tribute til slökkviliðsmanna en sæt og hægt að hafa sykursætt gaman af....ef þið fílið þannig. (alteregoið Filmundir kemur aftur upp)
pökkuð helgi full af uppákomum, svaka spennandi....
komið gott af mér í bili
i like stan
stan likes ham
ham i am
s.dögg hepburn
mánudagur, nóvember 8
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Takk kærlega fyrir góða helgi ;)
Skrifa ummæli